Í hversu langan tíma er umgangur bannaður eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar: Ef efni er komið fyrir til eyðingar gegn maðki eða lús í görðum er allur aðgangur bannaður í 24 klst. Ekki skal neyta matjurta sem úði hefur borist á fyrr en 14 dögum eftir úðun. Eftir eyðingu á köngulóm er allur umgangur bannaður á meðan vinna fer fram og í 1 klst eftir það. Eftir eyðingu á meindýrum innanhúss er allur umgangur bannaður í 4 klst. á eftir.

 

Má ég búast við miklum óþrifnaði eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar:  Nei, efnið er svo til litar- og lyktarlaust og reynt er eftir fremsta megni að ganga snyrtilega um.  Úðinn frá dælukút er mjög fíngerður til úðunar innandyra.

 

 

Er hægt að sinna garðaúðun ef það sé rigning?

SvarEfnið skolast í burtu með rigningu, lágmark að það sé þurrkur í sólarhring eftir að efninu hefur verið komið fyrir.

 

Hver er skaðvaldurinn?

Svar: Maðkur, lús og nú undanfarið Asparglytta.

 

Er garðaúðun fyrirbyggjandi aðgerð gegn skaðvöldum?

Svar: Nei, það er þýðingarlaust að koma efni fyrir til eyðingar sé skaðvaldur ekki til staðar.

 

Hvenær fer garðaúðun fram?

Svar: Þegar skaðvaldur er sjáanlegur. Yfirleitt frá byrjun júní til síðla júlí.

 

Ef ég læt koma efni fyrir til eyðingar gegn köngulóm fyllist þá ekki allt af flugum hjá mér?

Svar: Nei efnið virkar einnig gegn fleygum skordýrum og um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða ef rétt er að farið.

 

Ef ég læt setja upp forvarnarbúnað gegn nagdýrum, ber mikið á búnaðinum fyrir utan fasteign mína?

Svar: Nei,  í flestum tilfellum er reynt að koma búnaði þannig fyrir að hann sé ekki sjáanlegur en oft er ekki hægt að komast hjá því að svo sé og í þeim tilfellum sem fólk vill síður láta bera á því eru til ýmsar tegundir af búnaði sem hægt er að fela inn í umhverfið.

Fyrir nokkrum árum var vandamál að fá framleiðendur matvælafyrirtækja til að koma upp gildrum. Tilfinningin var sú að ef gildrur væru sjáanlegar, gæfu þær til kynna að þá væri vandamál til staðar. Hugarfarið er þó mikið að breytast, í dag gera menn sér grein fyrir því að um forvarnir er um að ræða, og því sjálfsagt að gildrur séu staðsettar á vinnslusvæðum og séu sýnilegar.

 

Hvað eru meindýr?

Svar:  Samkvæmt 3 gr. í reglugerð um meðferð varnarefna er skilgreiningin á orðinu meindýr, rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við híbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum o.s.frv.

 

Hvað ber að hafa í meindýramöppu og hver útvegar hana?

Svar: Meindýramöppu útvegar verktaki, hún inniheldur m.a. þjónustusamning verktaka og verkkaupa – afrit af notkunarleyfi frá Umhverfisstofnun – afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja – verklagsreglur verktaka, skilgreining áhættuþátta, ábyrgð, tíðni eftirlits, innra eftirlit og viðbrögð við frávikum – Yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu og tegund hvers búnaðar – allur búnaður beitustöðvar, safnstöðvar, flugnabanar osfrv. allt númerað – Eftirlits og úttektarskýrslur. Efna, tækjalýsingar og  öryggisblöð.

 

Hverjir eru með þjónustusamninga?

Svar:  Padda ehf. er að þjónusta fiskvinnslufyrirtæki, hótel, veitingastaði, sveitarfélög og önnur fyrirtæki.

 

Ertu löggildur meindýraeyðir?

Svar: Starfsheitið meindýraeyðir er ekki lögverndað en tilskilin leyfi þarf til að starfa sem meindýraeyðir. Sá einn má starfa við eyðingu meindýra í atvinnuskyni sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum sem Umhverfisstofnun gefur út skv. reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Einnig þarf gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Áðurnefnd leyfi eru í gildi og er meindýraeyðir ávallt með þau meðferðis við störf sín.

 

Hvað kemur fram  í skýrslu sem ég fæ senda til mín eftir verklok og hver er tilgangurinn með henni?

Svar: Þar koma fram helstu upplýsingar um verkferla, hvar efni var komið fyrir, hvaða tegund af efni var notað o.fl.
Tilgangurinn er að skilja verkkaupa ekki eftir tómhentan eftir að verktaki hefur lokið við vinnu sína. Að verkkaupi sé upplýstur um hvað fór fram. Skýrslan virkar einnig sem vottun, þ.e.a.s. formleg staðfesting þriðja aðila, sem nýtist við sölu á fasteign. Þá getur seljandi sýnt fram á meðfylgjandi upplýsingar ásamt formlegri staðfestingu á því hvort að dýr hafi fundist eða ekki við komu verktaka. Einnig nýtist skýrslan ef unnið er við eyðingu á alvarlegri meindýrum, eins og veggjalús, kakkalökkum og/eða nagdýrum. Þá er komin saga um komur verktaka með tilheyrandi upplýsingum sem nýtast við uppræta meindýrin ef á þarf að halda síðar meir.