Í hversu langan tíma er umgangur bannaður eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar:  Eftir eyðingu á meindýrum innanhúss er allur umgangur bannaður í 4 klst. eftir að vinna hefur farið fram.  Eftir eyðingu á köngulóm er allur umgangur bannaður á meðan vinna fer fram og í 1 klst eftir það.

 

Má ég búast við miklum óþrifnaði eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar:  Nei, efnið er svo til litar- og lyktarlaust og reynt er eftir fremsta megni að ganga snyrtilega um.  Úðinn frá dælukút er mjög fíngerður til úðunar innandyra.

 

Ef ég læt koma efni fyrir til eyðingar gegn köngulóm fyllist þá ekki allt af flugum hjá mér?

Svar:  Nei efnið virkar einnig gegn fleygum skordýrum.

 

Í hverju felst vinnan við eyðingu á nagdýrum?

Svar:  Fyrst og fremst þarf að byrja á því að koma í veg fyrir fæðuframboð.  Við komu verktaka eru fyrstu verkefnin að koma upp safnstöðvum til að fanga dýrið innandyra, næst er farið í að koma upp beitustöðvum með nagdýraeitri í utandyra og að lokum er leitað hugsanlegra inngönguleiða og lokað fyrir þær með viðeigandi efnum.  

 

Hvað kemur fram  í skýrslu meindýraeyðis sem ég fæ senda til mín eftir verkslok og hver er tilgangurinn með henni?

Svar:  Í skýrslu meindýraeyðis koma fram upplýsingar um helstu verkferla, tegund af meindýri sem unnið var við eyðingu á, hvenær verkefnið fór fram, tegund af útrýmingarefni sem notast var við, blöndun og heildar magn.  Varúðarráðstafanir sem gripið var til og athugasemdir verktaka.  

Tilgangurinn er að skila verkefnum frá okkur á eins fagmannlegan hátt og best er á kosið.  Með skýrslu meindýraeyðis hefur verkkaupi formlega staðfesting þriðja aðila á þeirri vinnu sem fór fram, efnanotkun og fl. 

Skýrslan nýtist einnig ef þörf yrði á því að endurtaka vinnu við eyðingu seinna meir, hægt yrði að styðjast við þáverandi upplýsingar og einbeita sér betur að öðrum svæðum/íbúðum til að vinna bug á því vandamáli sem er til staðar.

Allar skýrslur eru til í gagnagrunni hjá Pöddu ehf. 

 

 

Hvað eru meindýr?

Svar:  Samkvæmt 3 gr. í reglugerð um meðferð varnarefna er skilgreiningin á orðinu meindýr, rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við híbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum o.s.frv.

 Hvað felst í því að vera í áskrift?

Svar: Viðskiptamenn í áskrift fá afslátt af þjónustunni ásamt því að fá sendan póst um árlega komu.
Netföng eru skráð á póstlista og sendum við frá okkur tilkynningar í apríl ár hvert.
Til að viðhalda áskriftinni er nóg að staðfesta póstinn, en sé hann ekki staðfestur verður netfangið fjarlægt af póstlistanum sjálfvirkt og því engin sérstök þörf á því að segja áskriftinni upp. Nánari upplýsingar á padda@padda.is.

 

Um fyrirtækjaþjónustu

Hverjir eru með þjónustusamninga?

Svar:  Padda ehf. er að þjónusta fiskvinnslufyrirtæki, hótel, veitingastaði, sveitarfélög og önnur fyrirtæki.

    

Hvað ber að hafa í meindýramöppu og hver útvegar hana?

Svar:  Í meindýramöppu er að finna: Teikningar, eftirlitsskýrslur, skýrslur um meindýraeyðingu, ársskýrslur, skráðar úrbætur, innra eftirlit verkkaupa, minnispunktar til verktaka, þjónustusamningur, námskeið og leyfi, öryggisblöð, um sæfivörur og handbók Pöddu ehf. með helstu upplýsingum um starfsemina. 

Meindýramöppu útvegar verktaki og er meindýramappa í eigu verkkaupa. 

 

Ertu löggildur meindýraeyðir?

Svar:  Starfsheitið meindýraeyðir er ekki lögverndað en tilskilin leyfi þarf til að starfa sem meindýraeyðir. Sá einn má starfa við eyðingu meindýra í atvinnuskyni sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum sem Umhverfisstofnun gefur út skv. reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Einnig þarf gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Áðurnefnd leyfi eru í gildi og er meindýraeyðir ávallt með þau meðferðis við störf sín.

 

Eru til einhverjar upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi Pöddu ehf ?

Svar:  Já við höfum látið útvega handbók með öllum helstu upplýsingum á íslensku og ensku.