Þjónustusvæði

Hér má sjá kort af aðalþjónustusvæði Pöddu ehf.

Inn á Facebook síðu Pöddu ehf. er hægt að fylgjast með næstu ferðum utan höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja.

Ath. Reglulega eru farnar ferðir til Vestmannaeyja.

Þjónustusvæði Pöddu ehf. í Reykjavík og nágrenni

Eitranir

Köngulær • Flugur
Veggjamítill/Roðamaur
Silfurskottur • Stökkmor
Hambjalla/Hamgæra • Ranabjalla
Parketlús • Þjófabjalla/Tínusbjalla
Garðalodda • Asparglytta • Fíflalús
Veggjalús/Bed bugs • Kakkalakkar
Veggjatítlur og ýmislegt fl.

Forvarnir

Forvarnarbúnaður og eftirlit gegn nagdýrum.

Árangursríkar leiðir til að koma í veg fyrir músa- og rottugang í og við fasteignir verkkaupa.  Einnig eru í boði forvarnir gegn flugum með uppsetningu á flugnabönum, mikið notað fyrir matvælaiðnaðinn, td. veitingahús, kjöt- og fiskvinnslufyrirtæki o.fl.

Úttekt á húsnæði

Padda ehf. býður upp á úttekt á húsnæði sem unnin er út frá ítarlegum gátlistum. Þannig er hægt að minnka líkur á því að nagdýr berist inn í fasteign verkkaupa og einnig til að auka vissu á að fasteign sé meindýraheld og laus við aðra skaðvalda.

Hreiður, bú og gildrur

Starahreiður og geitungabú fjarlægð. Uppsetning á ýmsum gildrum.

Garðaúðun

Garðaúðun gegn maðki og lús á sumrin.

Veggja- og röramyndun

Veggja- og röramyndun á stöðum sem erfitt er að komast að.

Þjónustusamningur – Fyrirtæki og sveitarfélög

Fyrirtæki með þjónustusamning við meindýraeyði geta svarað því til eftirlitsaðila að það sé samningur við löggiltan meindýraeyði sem sér um reglulegt eftirlit á meindýravörnum. Í reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB – Evrópugerðin) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli er gerð krafa um varnir gegn skaðvöldum.

Umsagnir viðskiptavina

Þurftum aðstoð vegna músagangs í kjallara, og var bent á Ásmund af vinafólki. Til að gera langa sögu stutta, þá reyndist sú ábending okkur afar vel. Ásmundur brást fljótt og vel við og gekk fagmannlega til verks. Öll samskipti við Ásmund hafa verið til fyrirmyndar.

Guðbjörg og Páll

Reykholtsdal

Guðbjörg og Páll Reykholtsdal

I called Ásmundur Ásmundsson about a mouse problem I was having. It started out with a few mice in the coldest part of winter and ended as a small mouse infestation, I could hear them in the kitchen and they were always becoming more and more daring and running across the floor.  Ásmundur arrived a couple of hours later and looked at the situation, he told me he would come the day after at a specific time and take care of the problem.  Promptly at the designated time he arrived with his equipment and started the plot in action to rid us of the mice.  Ásmundur was polite, pleasant and very professional (PPP).  I have not seen any mice nor any mice droppings from the creatures and consider my home mice free.  I am very thankful and I can wholeheartedly recommend Ásmundur Ásmundsson to any person that has a similar pest in their home or business.

Respectfully, Helga Nina Aas and Ásgrímur Helgason

Helga Nina og Ásgrímur Íbúar í Mosfellsbæ

Þetta er að koma glimrandi vel út – miklu betur en ég þorði að vona. Daginn eftir eitrun var fyrsti dagurinn í sumar sem ég þurfti ekki að hreinsa nýjan vef af öllu þegar ég fór út á pall – og svo gat ég bara setið þar alveg áhyggjulaus. Þetta er allt annað líf.
Takk kærlega fyrir, þú hefur okkar meðmæli 🙂

Bestu kveðjur, Harpa

Harpa Íbúi í Grafarvogi

Var að taka gamla parketlista af í nýju íbúðinni þegar ég sá nokkrar parketlýs.

Ég ákvað að hafa samband við Ása og spyrja hann um álit, hann var fljótur að svara og við tókum

þá ákvörðun að eitra. Ási er sanngjarn í verði og vandvirkur.

Takk kærlega fyrir okkur.

Svava Íbúi í Kópavogi

Frábær, ódýr og örugg þjónusta. Ásmundur eitraði og fjarlægði býflugnabú sem var lengst inni í röri sem liggur inn í þvottahúsið.

Allt var gert á fagmannlegan og snyrtilegan hátt við mjög erfiðar aðstæður.

Mælum eindregið með karlinum, hann kann sitt fag.

 

 

 

Angantýr og Erla Íbúar í Breiðholti, Reykjavík

Í júní fór garðurinn okkar að iða af maðki og hringdum við því í Ásmund hjá padda.is. Hann brást skjótt við og kom og sá um garðinn. Öll vinna var til mikillar fyrirmyndar og ekki verra að hann er einkar sanngjarn í verði. Ekkert hefur bólað á meindýrum síðan padda.is mætti á staðinn en gróðurinn er í blóma. Við mælum hiklaust með þessari þjónustu.

Hilmar Egill og Áshildur Íbúar í Vogum

Við hjónin þurftum á þjónustu meindýraeyðis að halda nú á vormánuðum 2016 vegna ágangs roðamaurs bæði inni og fyrir utan íbúðina okkar. Skemmst frá að segja vorum við svo heppin að frétta af Ásmundi og hans starfsháttum. Hann mætti á svæðið og eitraði utandyra hringinn í kringum húsið og innanhúss í alla glugga. Við höfum ekki orðið vör við maurinn síðan. Ekki spillti fyrir að umgengnin var til fyrirmyndar og góð ráð í kaupbæti. Mæli heilshugar með þeirri þjónustu sem Ásmundur veitir.

Óskar og María Vesturvangi, Hafnarfirði

Ég hef nýtt mér þessa þjónustu í tvígang. Í fyrra skiptið þá var eitrað fyrir köngulóm og seinna skiptið fyrir lús og maðk á trjám.  Ég hef ekki orðið vör við eina könguló inni hjá mér síðan var eitrað. Ásmundur er mjög fagmannlegur, útskýrði allt vel og vann þetta örugglega og vel. Ég er mjög ánægð með þessa þjónustu og mun klárlega nýta mér þessa þjonustu aftur og mæla með henni við aðra.

 

Eva Guðbrandsdóttir Íbúi í Stykkishólmi

Ég er mjög ánægð með árangurinn, ég hef ekki séð eina einustu kónguló á pallinum eftir að þú eitraðir hjá mér og ég er ánægð með hvað þetta var allt snyrtilegt í framkvæmd 🙂

 

Hulda Íbúi í Reykjavík

Flott og örugg þjónusta og allt framkvæmt eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ásmundur tók við meindýraeftirlitinu snemma á árinu 2016 og hefur staðið sig einstaklega vel er áhugasamur og vandvirkur. Sveitarfélagið er mjög ánægt með þá þjónustu sem Ásmundur veitir og mæli ég hiklaust með honum.

Vignir Friðbjörnsson Forstöðumaður Umhverfis og Eigna, Sveitarfélagið Vogar

Mýsnar við bústaðinn voru farnar að reyna að naga sig inn um baðherbergisdyrnar. Ásmundur ráðlagði okkur og fann góða leið til að losna við mýsnar, við höfum ekki orðið vör við þær síðan. Snögg og góð þjónusta.

Umsagnir um meindýraeyði - Sigurður Einarsson
Sigurður Einarsson Sumarhúsaeigandi
Lesa allar umsagnir

VANTAR ÞIG FREKARI UPPLÝSINGAR?

Algengar spurningar og svör

Í hversu langan tíma er umgangur bannaður eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar: Ef efni er komið fyrir til eyðingar gegn maðki eða lús í görðum er allur aðgangur bannaður í 24 klst. Ekki skal neyta matjurta sem úði hefur borist á fyrr en 14 dögum eftir úðun. Eftir eyðingu á köngulóm er allur umgangur bannaður á meðan vinna fer fram og í 1 klst eftir það. Eftir eyðingu á meindýrum innanhúss er allur umgangur bannaður í 4 klst. á eftir.

 

Má ég búast við miklum óþrifnaði eftir að efninu hefur verið komið fyrir?

Svar:  Nei, efnið er svo til litar- og lyktarlaust og reynt er eftir fremsta megni að ganga snyrtilega um.  Úðinn frá dælukút er mjög fíngerður til úðunar innandyra.

 

 

Er hægt að sinna garðaúðun ef það sé rigning?

Svar: Efnið skolast í burtu með rigningu, lágmark að það sé þurrkur í sólarhring eftir að efninu hefur verið komið fyrir.

 

Hver er skaðvaldurinn?

Svar: Maðkur, lús og nú undanfarið Asparglytta.

 

Er garðaúðun fyrirbyggjandi aðgerð gegn skaðvöldum?

Svar: Nei, það er þýðingarlaust að koma efni fyrir til eyðingar sé skaðvaldur ekki til staðar.

 

Hvenær fer garðaúðun fram?

Svar: Þegar skaðvaldur er sjáanlegur. Yfirleitt frá byrjun júní til síðla júlí.

 

Ef ég læt koma efni fyrir til eyðingar gegn köngulóm fyllist þá ekki allt af flugum hjá mér?

Svar: Nei efnið virkar einnig gegn fleygum skordýrum og um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða ef rétt er að farið.

 

Ef ég læt setja upp forvarnarbúnað gegn nagdýrum, ber mikið á búnaðinum fyrir utan fasteign mína?

Svar: Nei,  í flestum tilfellum er reynt að koma búnaði þannig fyrir að hann sé ekki sjáanlegur en oft er ekki hægt að komast hjá því að svo sé og í þeim tilfellum sem fólk vill síður láta bera á því eru til ýmsar tegundir af búnaði sem hægt er að fela inn í umhverfið.

Fyrir nokkrum árum var vandamál að fá framleiðendur matvælafyrirtækja til að koma upp gildrum. Tilfinningin var sú að ef gildrur væru sjáanlegar, gæfu þær til kynna að þá væri vandamál til staðar. Hugarfarið er þó mikið að breytast, í dag gera menn sér grein fyrir því að um forvarnir er um að ræða, og því sjálfsagt að gildrur séu staðsettar á vinnslusvæðum og séu sýnilegar.

 

Hvað eru meindýr?

Svar:  Samkvæmt 3 gr. í reglugerð um meðferð varnarefna er skilgreiningin á orðinu meindýr, rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við híbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum o.s.frv.

 

Hvað ber að hafa í meindýramöppu og hver útvegar hana?

Svar: Meindýramöppu útvegar verktaki, hún inniheldur m.a. þjónustusamning verktaka og verkkaupa – afrit af notkunarleyfi frá Umhverfisstofnun – afrit af starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja – verklagsreglur verktaka, skilgreining áhættuþátta, ábyrgð, tíðni eftirlits, innra eftirlit og viðbrögð við frávikum – Yfirlitsmynd sem sýnir staðsetningu og tegund hvers búnaðar – allur búnaður beitustöðvar, safnstöðvar, flugnabanar osfrv. allt númerað – Eftirlits og úttektarskýrslur. Efna, tækjalýsingar og  öryggisblöð.

 

Hverjir eru með þjónustusamninga?

Svar:  Padda ehf. er að þjónusta fiskvinnslufyrirtæki, hótel, veitingastaði, sveitarfélög og önnur fyrirtæki.

 

Ertu löggildur meindýraeyðir?

Svar: Starfsheitið meindýraeyðir er ekki lögverndað en tilskilin leyfi þarf til að starfa sem meindýraeyðir. Sá einn má starfa við eyðingu meindýra í atvinnuskyni sem er handhafi gilds notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum sem Umhverfisstofnun gefur út skv. reglugerð nr. 980/2015 um meðferð varnarefna. Einnig þarf gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu. Áðurnefnd leyfi eru í gildi og er meindýraeyðir ávallt með þau meðferðis við störf sín.

 

Hvað kemur fram  í skýrslu sem ég fæ senda til mín eftir verklok og hver er tilgangurinn með henni?

Svar: Þar koma fram helstu upplýsingar um verkferla, hvar efni var komið fyrir, hvaða tegund af efni var notað o.fl.
Tilgangurinn er að skilja verkkaupa ekki eftir tómhentan eftir að verktaki hefur lokið við vinnu sína. Að verkkaupi sé upplýstur um hvað fór fram. Skýrslan virkar einnig sem vottun, þ.e.a.s. formleg staðfesting þriðja aðila, sem nýtist við sölu á fasteign. Þá getur seljandi sýnt fram á meðfylgjandi upplýsingar ásamt formlegri staðfestingu á því hvort að dýr hafi fundist eða ekki við komu verktaka. Einnig nýtist skýrslan ef unnið er við eyðingu á alvarlegri meindýrum, eins og veggjalús, kakkalökkum og/eða nagdýrum. Þá er komin saga um komur verktaka með tilheyrandi upplýsingum sem nýtast við uppræta meindýrin ef á þarf að halda síðar meir.