Meindýravarnir og eftirlit

Padda ehf. hefur sérhæft sig í því að þjónusta hin ýmsu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem og á landsbyggðinni, þá helst á Suður- og Vesturlandi.

Á meðal fyrirtækja sem eru með þjónustusamning eru fiskverkunarfyrirtæki, sveitarfélög, hótel, veitingastaðir, matvöruverslanir og fleiri. Um er að ræða fast mánaðarlegt eftirlit með búnaði, leitað er eftir ummerkjum meindýra, eitranir, úttektir á húsnæði, ráðgjöf og skýrslugerðir. 

Fyrirtæki í þjónustu hjá Pöddu ehf. fá afhenta meindýramöppu með öllu tilheyrandi sem m.a. færir gæðamál á annað stig og nýtist einnig sem vottun á því að fyrirtækið sé meindýrahelt og þar með laust við alla óværð.