Röramyndun

 

Hágæða röramyndavél til notkunar í leit að skemmdum í fráfallslögnum.

Ef grunur leikur á því að rottur komist inn með skolplögn er upplagt að láta mynda lagnir svo hægt sé að staðsetja skemmdir.

Einnig ef verið er að vinna að eyðingu á húsamaur getur það verið vísbending um að lagnir séu laskaðar.

Með því að notast við “skids” er hægt að miðjustilla myndavélahaus svo hann liggi ekki í fráfallsvatninu og þar með aukast gæði myndatökunnar.

Þegar skemmdin er fundin sést  metratalning á skjá og með sendi er hægt að nema staðsetningu mjög nákvæmlega.

Hægt er að draga myndavélahaus allt að 60 m.

Verkkaupi fær afhentar myndir og myndbönd að loknu verkefni.

Myndavélahaus
Snúningur í 360°
Beygja í 180°
130° wide-angle (breið horn) linsa