Umsagnir

Sigurður Einarsson

Sumarbústaðaeigandi í Helgafellssveit

Mýsnar við bústaðinn voru farnar að reyna að naga sig inn um baðherbergisdyrnar. Ásmundur ráðlagði okkur og fann góða leið til að losna við mýsnar, við höfum ekki orðið vör við þær síðan. Snögg og góð þjónusta.

Vignir Friðbjörnsson

Forstöðumaður umhverfis- og eigna, Sveitarf. Vogar

Flott og örugg þjónusta og allt framkvæmt eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Ásmundur tók við meindýraeftirlitinu snemma á árinu 2016 og hefur staðið sig einstaklega vel er áhugasamur og vandvirkur. Sveitarfélagið er mjög ánægt með þá þjónustu sem Ásmundur veitir og mæli ég hiklaust með honum.

Hulda

Íbúi í Reykjavík

Ég er mjög ánægð með árangurinn, ég hef ekki séð eina einustu kónguló á pallinum eftir að þú eitraðir hjá mér og ég er ánægð með hvað þetta var allt snyrtilegt í framkvæmd 🙂

Eva Guðbrandsdóttir

Íbúi í Stykkishólmi

Ég hef nýtt mér þessa þjónustu í tvígang. Í fyrra skiptið þá var eitrað fyrir köngulóm og seinna skiptið fyrir lús og maðk á trjám.  Ég hef ekki orðið vör við eina könguló inni hjá mér síðan var eitrað. Ásmundur er mjög fagmannlegur, útskýrði allt vel og vann þetta örugglega og vel. Ég er mjög ánægð með þessa þjónustu og mun klárlega nýta mér þessa þjonustu aftur og mæla með henni við aðra.

Óskar og María

Vesturvangi, Hafnarfirði

Við hjónin þurftum á þjónustu meindýraeyðis að halda nú á vormánuðum 2016 vegna ágangs roðamaurs bæði inni og fyrir utan íbúðina okkar. Skemmst frá að segja vorum við svo heppin að frétta af Ásmundi og hans starfsháttum. Hann mætti á svæðið og eitraði utandyra hringinn í kringum húsið og innanhúss í alla glugga. Við höfum ekki orðið vör við maurinn síðan. Ekki spillti fyrir að umgengnin var til fyrirmyndar og góð ráð í kaupbæti. Mæli heilshugar með þeirri þjónustu sem Ásmundur veitir.

Hilmar Egill og Áshildur

Íbúar í Vogum

Í júní fór garðurinn okkar að iða af maðki og hringdum við því í Ásmund hjá padda.is. Hann brást skjótt við og kom og sá um garðinn. Öll vinna var til mikillar fyrirmyndar og ekki verra að hann er einkar sanngjarn í verði. Ekkert hefur bólað á meindýrum síðan padda.is mætti á staðinn en gróðurinn er í blóma. Við mælum hiklaust með þessari þjónustu.

Angantýr og Erla

Íbúar í Breiðholti, Reykjavík

Frábær, ódýr og örugg þjónusta. Ásmundur eitraði og fjarlægði býflugnabú sem var lengst inni í röri sem liggur inn í þvottahúsið.

Allt var gert á fagmannlegan og snyrtilegan hátt við mjög erfiðar aðstæður.

Mælum eindregið með karlinum, hann kann sitt fag.

Svava og Ólafur

Íbúar í Kópavogi

Var að taka gamla parketlista af í nýju íbúðinni þegar ég sá nokkrar parketlýs.

Ég ákvað að hafa samband við Ása og spyrja hann um álit, hann var fljótur að svara og við tókum þá ákvörðun að eitra. Ási er sanngjarn í verði og vandvirkur.

Takk kærlega fyrir okkur.

Harpa

Íbúi í Grafarvogi, Reykjavík

Þetta er að koma glimrandi vel út - miklu betur en ég þorði að vona. Daginn eftir eitrun var fyrsti dagurinn í sumar sem ég þurfti ekki að hreinsa nýjan vef af öllu þegar ég fór út á pall - og svo gat ég bara setið þar alveg áhyggjulaus. Þetta er allt annað líf.

Takk kærlega fyrir, þú hefur okkar meðmæli 🙂

Bestu kveðjur, Harpa

Helga Nina og Ásgrímur

Íbúar í Mosfellsbæ

I called Ásmundur Ásmundsson about a mouse problem I was having. It started out with a few mice in the coldest part of winter and ended as a small mouse infestation, I could hear them in the kitchen and they were always becoming more and more daring and running across the floor.  Ásmundur arrived a couple of hours later and looked at the situation, he told me he would come the day after at a specific time and take care of the problem.  Promptly at the designated time he arrived with his equipment and started the plot in action to rid us of the mice.  Ásmundur was polite, pleasant and very professional (PPP).  I have not seen any mice nor any mice droppings from the creatures and consider my home mice free.  I am very thankful and I can wholeheartedly recommend Ásmundur Ásmundsson to any person that has a similar pest in their home or business.

Guðbjörg og Páll

Reykholtsdal

Þurftum aðstoð vegna músagangs í kjallara, og var bent á Ásmund af vinafólki. Til að gera langa sögu stutta, þá reyndist sú ábending okkur afar vel. Ásmundur brást fljótt og vel við og gekk fagmannlega til verks. Öll samskipti við Ásmund hafa verið til fyrirmyndar.