Umhverfisvænni garðaúðun með dísartrésolíu!

Padda.is býður upp á garðaúðun án eiturs. Við notum lífræna olíu af dísartrjám (e. neem-oil) til að úða með og niðurstaðan er heilnæmari úðun sem ber sama árangur og til dæmis eitrun með Permasect-efninu sem notað er í garðaúðun.

Dísartré má helst finna í Asíu, en þar hafa afurðir trésins löngum verið notaðar í læknisfræðilegum tilgangi og í landbúnaði. Hin síðari ár hafa vísindamenn beint sjónum sínum að dísartrésolíu þar sem hún hefur reynst vel í baráttunni gegn meindýrum. Olíuna má finna í ýmsum vörum, svo sem snyrtivörum, tannkremi, sápum o.fl.

Garðaúðun með lífrænni dísartrésolíu er áhrifarík gegn ýmsum tegundum skordýra eins og bjöllum, maðki/lirfum og blaðlúsum. Hún er lífræn og brotnar niður í náttúrunni á öruggan hátt.

Hafðu samband ef þú vilt panta umhverfisvænni garðaúðun eða fá frekari upplýsingar!